Hvaða vín verður með jólasteikinni í ár?
Við tókum saman nokkrar vel valdar flöskur til að eiga yfir hátíðarnar.
Las Danses freyðivín: Bragðmikið og karakterríkt vín með kirsu-, trönu- og jarðarberja tónum.
Partida Creus VN: Náttúrulegt hvítvín frá katalóníu, ferskt og brakandi, skýjað á með bragð af gulum ávöxtum, blanda af minna þekktum þrúgum frá þessum frábæru framleiðendum Partida Creus.
Slobodne Interval 108: Rjómakennt hvítvín frá Slóvakíu með tónum af ananas og ferskum sítrusávöxtum.
Nat Cool Dao: Okkar allra vinsælasta rauðvín, einfalt, fíngert og frískandi. Það einkennist af ávöxtum skógarins eins og brómberjum og rifsberjum með balsamískum blæbrigðum sem eru dæmigerð fyrir Tinta Pinheira brúguna. Líflegt vín með góða sýru og mikinn karakter. Það er gríðarlega auðdrekkanlegt og því heppilegt að flaskan er 1 líter.
Í víninu er að finna marga mismunandi tóna og því auðvelt að para með flestum mat, t.a.m. kjöti, ostum eða bragðmiklum fiski. Síðast en ekki síst nýtur vínið sín eitt og sér, einfaldlega unaðslegt!
Frank Cornelissen MunjabelSuccess: Djúsí rauðvín, kirsu- og hindber á nefið í bland við þurrkaðar kryddjurtir og jörð. Ferskt, elegant og flókið rauðvín sem bragðast af þroskuðum ávöxtum. Þetta er vín sem leikur sér við steikina.
Winifred: Rósavín frá Gut Oggau, svo fallega ljósrautt að maður tímir varla að drekka það en hér á ferð er framúrskarandi gott rósavín með krydduðum ávaxtakeim og akkúrat réttu magni af beiskju. Í forgrunni eru jarðaber og trönuber ásamt steinefnum.