Tegund | Rauðvín |
Framleiðandi | Niepoort |
Hérað | Dão Lafões |
Land | Portúgal |
Þrúga | Braga |
Magn | 1L |
ABV | 12,5% |
Ræktun | Lífrænt, Vegan |
Vínið er einfalt, fíngert og frískandi. Það einkennist af ávöxtum skógarins eins og brómberjum og rifsberjum með balsamískum blæbrigðum sem eru dæmigerð fyrir Tinta Pinheira brúguna. Líflegt vín með góða sýru og mikinn karakter. Það er gríðarlega auðdrekkanlegt og því heppilegt að flaskan er 1 líter. Í víninu er að finna marga mismunandi tóna og því auðvelt að para með flestum mat, t.a.m. kjöti, ostum eða bragðmiklum fiski. Síðast en ekki síst nýtur vínið sín eitt og sér, einfaldlega unaðslegt! ,Nat Cool' er nýstárleg hugmyndafræði þar sem áhersla er lögð á náttúruleg og inngripslítil vín sem eru einföld, létt og auðdrekkanleg. Hreyfingin á uppruna sinn í Vinho Verde vínræktarsvæðinu en finnst nú í ýmsum portúgölskum jafnt sem alþjóðlegum vínhéruðum.
4.600kr