Á síðunni má nú finna nýjar vörur frá okkar helstu birgjum Baunir&Ber, Berjamór og Rætur&Vín. Þar má bæði finna frábær vín sem hafa selst upp á síðunni en einnig nýjar tegundir sem koma sterk inn.
Á síðunni má nú finna nýjar vörur frá okkar helstu birgjum Baunir&Ber, Berjamór og Rætur&Vín. Þar má bæði finna vinsæl vín sem hafa selst upp á síðunni en einnig nýjar tegundir sem koma sterkar inn.
Frá Rætur&Vín má m.a. finna hið geysivinsæla og sumarlega rósavín, Dope. Margir kannast við Dope en það hefur t.d. verið selt á veitingastaðnum Skál! á Hlemmi mathöll. Seinasta pöntun seldist hratt upp svo við mælum með að hafa hraðar hendur.
Frá Berjamó kom áfylling á vín sem margir ættu að kannast við frá vínbarnum Mikka Ref, sem var og hét. Má þar helst nefna Azimut freyðivínið sem er mjög drekkanlegt náttúruvín frá Spáni, þurrt með ávaxtakeim, tilvalið sem fordrykkur en passar líka vel með fisk.
Að lokum fengum við frábær vín frá Baunir&Ber, m.a. Nat Cool vín frá Niepoort. Nat Cool vínin eru brugguð í Portúgal og eru eins og einhver sérfræðingur sagði „immensely smashable summer wine“
Nat Cool vínin koma öll í lítersflöskum og verða því að teljast mjög góður díll, fullkomin í matarboðið.