Gulvín eða það sem kallast Orange wine á ensku fær vissulega nafnið sitt frá litnum en það sem er sérstakt við gulvín er framleiðsluaðferðin sem notuð er við að búa það til. Gulvín er í raun hvítvínsþrúga sem er meðhöndluð líkt og við gerð rauðvíns. Þá fær hýðið á gulvíninu að vera með í gerjuninni eða hluta af henni og fær vínið þá þennan djúpa appelsínugula lit og tannín. Vegna þessa er stunduð talað um gulvín sem 'skin contact wine'.
Vegna þess hvernig gulvín er framleitt að þá er áferðin öðruvísi en venjuleg hvítvín en það verður í raun líkari rauðvíni útaf tanníninu á meðan bragðið er nær hvítvíni. Vínbændur eru duglegir að prófa mismunandi langan tíma sem vínið er gerjað með hýðinu til að fullkomna bragð og áferð vínsins. Með þessu eru gulvín margbrotin og skemmtileg vín sem geta einkennst af sykruðum ávöxtum, hnetum, karamellu, hunangi, döðlum og fíkjum.
Dæmi um frábært gulvín er Organic Riesling frá Sybille Kuntz. Það þekktist ekki áður fyrr að nota Riesling þrúgu í gulvín en það er eitthvað sem hefur aukist sérstaklega á seinustu 5-10 árum.
Annað æðislegt gulvín er Skin frá marvlaTINDO, það er Welschriesling þrúga sem fær að gerjast í 5 mánuði með hýði. Þroskaðir og kryddaðir sítrusávextir einkenna vínið.